Gegn virkjunarframkvæmd

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, mun í dag leggja til í borgarstjórn að Reykjavíkurborg leggist gegn öllum frekari virkjunarframkvæmdum í Þjórsárverum og að fallið verði frá gerð Norðlingaölduveitu. Reykjavíkurborg á 45% í Landsvirkjun.

Í greinargerð með tillögu Ólafs segir meðal annars að þó að Þjórsárver séu ekki hluti af jafn umfangsmiklu ósnortnu víðerni og nú sé verið að raska á hálendinu norðan Vatnajökuls séu þau óumdeilanlega eitt verðmætasta svæðið á hálendi Íslands.

Tekið er undir þá ályktun fundar náttúruverndarsamtaka sem fram fór í Norræna húsinu 7. janúar síðastliðinn, að það sé eitt brýnasta verkefnið í náttúruvernd á Íslandi að stækka verndarsvæðið þannig að það falli að náttúrulegum mörkum veranna, en Þjórsárver séu miklu víðfeðmari en núverandi friðland.

"Þýðingarmikið er að borgarstjórn leggist gegn frekari aðför ríkisstjórnar og Landsvirkjunar að helstu náttúruperlum landsins og standi sig betur í þeim efnum nú en í framgöngu sinni vegna áður fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar og þess umhverfisslyss sem nú á sér stað við Kárahnjúka," segir einnig í greinargerðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert