Matarkarfan hefur hækkað um rúm 30% frá í maí

Eftir Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur gudbjorg@mbl.is
KARFA með sautján vörutegundum kostaði 2.089 krónur í Bónus í maí í fyrra en 2.821 krónu í gær. Matarkarfan í Bónus hefur því hækkað um 35%. Þá kostaði sama matarkarfa 2.128 krónur í Krónunni í maí í fyrra en 2.846 krónur í gær sem er 34% verðhækkun.

Þetta kemur í ljós þegar borið er saman verð úr verðkönnun Morgunblaðsins frá 19. maí í fyrra og úr könnun sem gerð var í gær í Krónunni við Bíldshöfða og Bónus á Smáratorgi.

Einnar krónu verðmunur reyndist í sextán tilfellum af sautján þegar keypt var í matinn í Krónunni og Bónus í gær og nam verðmunurinn á matarkörfunum 25 krónum þ.e. Bónus var með 0,9% lægra verð en Krónan.

Þegar kannanirnar frá í gær og síðan í maí í fyrra eru bornar saman kemur í ljós að verð hefur hækkað mest á kílói af rauðlauk sem kostaði í gær 67 krónur í Bónus og 68 krónur í Krónunni en 20 krónur í báðum verslunum í fyrra. Nemur hækkunin 235% í Bónus og 240% í Krónunni.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert