Ungmenni mótmæla við höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Ungir mótmælendur hrópa slagorð og hafa hátt í húsnæði Landsvirkjunar.
Ungir mótmælendur hrópa slagorð og hafa hátt í húsnæði Landsvirkjunar. Morgunblaðið/ Júlíus

Hópur ungmenna kom inn í anddyri höfuðstöðva Landsvirkjunar við Háaleitisbraut í Reykjavík nú síðdegis til að mótmæla virkjunarframkvæmdum og stóriðju. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, eru þetta friðsöm en hávaðasöm mótmæli en ungmennin hrópa slagorð og berja bumbur. Lögregla var kölluð til en hefur ekkert aðhafst.

Þann 1. mars síðastliðinn vísaði lögreglan í Reykjavík háværum mótmælendum með valdi út af skrifstofu Alcoa við Suðurlandsbraut. Sá hópur nefnir sig Ungliða gegn stóriðju og tók hann sér mótmælastöðu vegna ákvörðunar Alcoa um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt álver á Bakka við Húsavík. Ekki er vitað hvort sömu ungmenni eru á ferð nú eða hvort þau tilheyra Ungliðum gegn stóriðju.

Lögregla og mótmælendur við höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Lögregla og mótmælendur við höfuðstöðvar Landsvirkjunar. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert