Siv vísar gagnrýni aðstandenda aldraðra á bug

„Ég tel þetta vera byggt á misskilningi," segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra um gagnrýni þá sem fram kom í máli aðstandenda aldraðra á blaðamannafundi í fyrradag.

Aðspurð vísar Siv því á bug að hún hafi ekki umboð til þess að tryggja fjármagn upp á 1,3 milljarða króna til uppbyggingar hjúkrunarheimila á næstu fjórum árum og bendir máli sínu til stuðnings á samkomulag sem ríkisvaldið gerði við Landssamband eldri borgara (LEB) nú í sumar. „Það er ljóst að það er sameiginlegur skilningur stjórnvalda og LEB að tillögurnar nái fram að ganga á næstu fjórum árum," segir Siv og vísar þar annars vegar til uppbyggingar á þjónustu og hins vegar aukins lífeyris til ellilífeyrisþega.

Sérstök áhersla á heimaþjónustu

Segir Siv ljóst að byggð verði um 400 ný hjúkrunarrými á næstu fjórum árum og að allar líkur séu til þess að þörfin fyrir hjúkrunarrými verði uppfyllt að fjórum árum liðnum, ekki síst þar sem markmiðið sé að efla samhliða heimaþjónustu. Aðspurð vísar Siv því á bug að ekki sé verið að setja nægilegt fjármagn í heimaþjónustu og umönnun og segir hún að einmitt sé lögð sérstök áhersla á þann málaflokk nú um stundir með stórauknum framlögum. „Aðalatriðið er að það er verið að taka stórkostlegt skref í uppbyggingu á öldrunarþjónustunni, bæði varðandi hjúkrunarrými, endurbyggingu gamalla rýma og stóraukna heimahjúkrun, sem er sá þáttur sem ég legg langmesta áherslu á," segir Sif.

Stjórnendur spítalans hafa með starfsmannamál að gera

„Mál einstakra starfsmanna á spítalanum eru mál sem stjórnendur spítalans hafa með að gera og svara fyrir," sagði Siv þegar leitað var viðbragða hennar við ályktun sem Læknafélag Íslands sendi frá sér fyrr í vikunni vegna málefna Stefáns E. Matthíassonar, fyrrum yfirlæknis æðaskurðdeildar LSH. Í ályktuninni var ráðherra gagnrýndur harðlega fyrir tómlæti sitt gagnvart lögbrotum undirmanna sinna, þ.e. stjórnenda spítalans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert