Hvalveiðar nauðsynlegar þorskstofninum

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tekur undir tillögur LÍÚ um aukningu hvalveiða sem lið í aðgerðum til að byggja upp þorskstofninn. Hann segist sammála LÍÚ því að hvalveiðar séu nauðsynlegur hluti í jafnvægi við lífríki hafsins. "Eins og gefur að skilja þarf síst að hvetja mig til að standa fyrir hvalveiðum, og ég fagna þessari afstöðu."

Einar segir jafnframt að tekið verði tillit til ályktunar LÍÚ um að aflamark í þorski verði hærra en þau 130 þúsund tonn sem Hafrannsóknastofnun lagði til fyrir næsta fiskveiðiár. "Ég mun fara yfir tillögurnar efnislega og þær verða auðvitað hluti af því sem haft verður til hliðsjónar þegar við tökum ákvörðun varðandi heildaraflamarkið."

Einar er hinsvegar ekki sammála vilja LÍÚ til að fella niður byggðakvótann á næstu þremur árum. Þó megi vel athuga að gera tilteknar breytingar. "Hinsvegar tel ég ekki koma til greina að afnema byggðakvótann, hann er þýðingarmikið tæki við tilteknar aðstæður," segir Einar.

Í yfirlýsingu LÍÚ segir að ömurlegt sé til þess að vita að núverandi staða þorskstofnsins sé tilkomin vegna lausataka við fiskveiðistjórnina á undanförnum árum.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka