Engin bensínstopp og dekkjahitarar bannaðir

Innan tíðar þarf þjónustusveit Ferrari ekki lengur að munda bensínbarkana.
Innan tíðar þarf þjónustusveit Ferrari ekki lengur að munda bensínbarkana. reuters

Bensínstopp munu ekki eiga sér stað í kappakstri í formúlu-1 frá og með næsta ári, 2010. Frá sama tíma verða hitateppi sem notuð eru til að hita dekk bílanna líka úr sögunni.

Til hvoru tveggja er gripið í þeim tilgangi að lækka tilkostnað keppnisliða. Með því losna liðin við flutning á bensíndælubúnaði og sparað sér hann og einnig hin dýru teppi sem hitað hafa dekkin í 100°C fyrir akstur.

Með afnámi bensínstoppa fá mótorsmiðir og áskorun til að auka sparneytni bílanna.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka