Á mér líf utan badmintonsins

Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir. Kristinn Ingvarsson

Badminkonan Ragna Ingólfsdóttir ætlar að láta ólympíudrauminn rætast og segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að þó svo nóg sé að gera í badmintoninu eigi hún sér líka líf utan þess. 

Árið 2007 verður án efa eftirminnilegt hjá hinni 24 ára gömlu Rögnu Ingólfsdóttur en hún hefur glímt við mótlæti og jafnframt fagnað sigrum á alþjóðlegum mótum í badminton. Ragna er í hópi 60 efstu á heimslistanum í badminton og stefnir hún á að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Ragna hefur á undanförnum fimm árum fagnað sigri í einliðaleik á Íslandsmótinu og er hún í sérflokki hér á landi í keppni við aðrar konur. Hún æfir tvisvar á dag flesta daga vikunnar og þess á milli er hún á ferðalögum og keppir á alþjóðlegum mótum. Hún hefur náð ótrúlegum árangri á þessu ári þrátt fyrir að glíma við slitið krossband og fáir einstaklingar sem stunda afreksíþróttir hafa valið þá leið sem Ragna hefur valið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert