Óvænt uppákoma í miðjum tökum: „Þóra er að deyja!“

Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, fékk svæsið hóstakast í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn kemur.

Þóra Björg var einn af sérfræðingum þáttarins ásamt þeim Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur, aðstoðarþjálfara U23-ára landsliðs kvenna, og Helenu Ólafsdóttir, fyrrverandi knattspyrnukonu og umsjónarmanns Bestu markanna á Stöð 2 Sport.

Held við ættum að stoppa

„Þóra er að deyja! Ég held að við ættum að stoppa aðeins,“ sagði þáttarstjórnandi í þættinum þegar Þóra var að reyna halda hóstanum inn í sér.

„Ég veit ekki hvað þetta var, þetta kom einu sinni fyrir mig í jarðarför,“ sagði Þóra meðal annars en myndband af þessu óvænta atviki má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert