Prokurorov látinn

Aleksej Prokurorov, einn fremsti skíðagöngumaður heims, lést í morgun. Ekið var á hann í bænum Vladimir sem er nokkru austan við Moskvu.

Prokurorov, sem var 44 ára gamall, varð Ólympíumeistari í 30 kílómetra göngu í Calbary og hann varð heimsmeistari í sömu vegalengd í Þrándheimi 1997 og í fimm kílómetra göngu í Holmenkollen árið 1993.

Síðustu árin hefur hann verið landsliðsþjálfari karlaliðs Rússa í göngu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert