„Ég treysti guði fyrir mínu lífi“

„Já heldur betur,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Emil, sem er 39 ára gamall, lagði skóna á hilluna síðasta sumar eftir afar farsælan atvinnumannaferil en er búsettur á Ítalíu núna og stefnir á umboðsmennsku í framtíðinni. 

Alinn upp við þetta

Emil hefur alla tíð verið mjög trúaður og talað opinskátt um trú sína í hinum ýmsu viðtölum í gegnum tíðina.

„Ég er alinn upp við þetta og svo tekur maður sjálfur ákvörðun á ákveðnum tímapunkti, hvort maður ætli að trúa eða ekki,“ sagði Emil.

„Ég er mjög trúaður og ég treysti guði fyrir mínu lífi. Hann hefur hjálpað mér mjög mikið og hann leiðir mig í gegnum lífið,“ sagði Emil meðal annars.

Viðtalið við Emil í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert