Kynjakvóti tekur gildi í Noregi

Í dag eru aðeins þrír dagar eftir til að ljúka síðustu verkefnum ársins 2008. Í Noregi snýst eitt þessara verkefna um hlutfall kynja í stjórnum hlutafélaga, en frá og með 1. janúar 2008 skulu minnst 40% stjórnarmeðlima vera konur.

Í nýlegri grein í Guardian er bent á að fjórðungi tæplega fimm hundruð fyrirtækja hafi ekki tekist að uppfylla kvótann. Náist viðmiðið ekki verður heimilt að „loka“ þeim. Innt eftir því hvort þeim hörðu viðurlögum yrði fylgt eftir svaraði ráðherra jafnréttismála að lögin hefðu verið nógu lengi til staðar.

Innanbúðarmenn í norsku viðskiptalífi vænta þess þó að í byrjun janúar muni stjórnvöld kanna stöðu mála og senda viðvörun og jafnvel sektarboð áður en gripið verði til svo afdrifaríkra aðgerða.

Tölurnar tala sínu máli

Áhrif laganna eru ótvíræð því frá árinu 2001 hefur hlutur kvenna aukist úr 6% í 37%, og er þar með sá mesti í heiminum. Næsthæst er hlutfallið í Svíþjóð, eða 19%. Á Íslandi eru hins vegar aðeins 8% stjórnarmeðlima konur.

Glitnir er eitt þeirra fyrirtækja sem þarf að uppfylla nýju lögin.

„Öll hlutafélög í eigu Glitnis í Noregi hafa minnst 40% kvenna í stjórn,“ segir Björn Richard Johansen, upplýsingafulltrúi Glitnis í Noregi. „Hið sama mun einnig gilda þegar Glitnir sameinast BNbank í febrúar.“

Johansen segir löggjöfina hafa verið umdeilda er hún var sett fram og vissulega rísi enn upp mótbárur.

„Hjá Glitni finnst okkur hins vegar sjálfsagt mál að fylgja þessu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka