Grænmeti og ávextir viðhalda stinningunni

Neysla á grænmeti og ávöxtum hefur ýmislegt gott í för …
Neysla á grænmeti og ávöxtum hefur ýmislegt gott í för með sér. Skjáskot Google

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar, sem birtist í The American Journal of Clinical Nutrition, benda til þess að mataræði sem ríkt er af grænmeti, ávöxtum, tei og víni geti dregið úr tíðni risvandamála.

Rúmlega 25 þúsund karlmönnum var fylgt eftir og var spurningarlisti lagður fyrir þá á fjögurra ára fresti. Auk þess voru mennirnir reglulega beðnir um að leggja mat á holdris sitt. Enginn karlmannanna átti við risvandamál að stríða í upphafi könnunarinnar.

Á þeim 10 árum sem rannsóknin stóð yfir greindu tæplega 36% karlmannanna frá því að þeir hefðu upplifað risvandamál.

Eftir að ýmsir þættir höfðu verið teknir inn í rannsóknina, svo sem ástundun íþrótta, áfengisneysla, of hár blóðþrýstingur og sykursýki, komust vísindamenn að því að karlmenn undir sjötugu sem neyttu andoxunarríkrar fæðu áttu síður á hættu að þjást af ristruflunum. Í raun voru 14% minni líkur á að þeir sem innbyrtu mikið af ávöxtum reglulega ættu í vandræðum með að fá holdris.

Vísindamennirnir benda á að stærð rannsóknarinnar gefi henni ákveðið vægi, en frekari rannsókna sé þó þörf.

Frétt The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál