Erfiðar morgunrútínur sem margborga sig

Það er gott að ljúka æfingu dagsins af á morgnana.
Það er gott að ljúka æfingu dagsins af á morgnana. mbl.is/Thinkstockphotos

Þó það sé auðvelt að blunda á morgnanna og standa ekki upp fyrr en á síðustu stundu og fá sér banana og kaffi úr ferðamáli á leið í vinnuna er hægt að koma sér upp betri morgunrútínu eins og The Independent fór yfir. Þetta krefst vissulega meiri sjálfsaga en margborgar sig.

Vakna eldsnemma

Í könnun sem tímastjórnunarsérfræðingurinn Laura Vanderkam gerði á meðal framkvæmdastjóra kom í ljós að 90 prósent þeirra vöknuðu fyrir klukkan sex á morgnanna. Framkvæmdastjóri Disney, Bob Iger, fer til dæmis á fætur klukkan hálffimm og les.

Það getur borgað sig að vakna snemma.
Það getur borgað sig að vakna snemma. mbl.is/Thinkstockphotos

Byrjaðu daginn á æfingu

Með því að byrja daginn á æfingu ertu ólíklegri til að fresta henni síðdegis þegar þreytan fer að segja til sín. Ef uppteknasta fólk í heiminum getur skellt sér á æfingu á morgnana geta allir það. Barack Obama byrjar til dæmis alla daga á æfingu.

Það er mikilvægt að borða almennilegan morgunmat.
Það er mikilvægt að borða almennilegan morgunmat. mbl.is/Thinkstockphotos

Borðaðu almennilegan morgunmat

Slepptu morgunkorninu og reyndu að borða almennilegan morgunmat með prótíni. Það eru allir að drífa sig á morgnana en það á eftir að margborga sig.

Stundaðu kynlíf eða talaðu við maka þinn

Fólk er líklegra til þess að vera þreytt eftir daginn á kvöldin og því er tilvalið að tengja við maka sinn á morgnana. Auk þess að morgunkynlíf gefur manni góða orku út í daginn.

Morgunstund gefur gull í mund.
Morgunstund gefur gull í mund. mbl.is/Thinkstockphotos

Njóttu kyrrðarinnar

Eldhúsið og baðherbergið geta oft verið eins og lestarstöð á háannatíma á morgnana. Því getur verið gott að vakna snemma og njóta þess að vera til í rólegheitunum áður en dagurinn hefst fyrir alvöru. En það er oft erfitt að finna tíma til þess að slaka á á miðjum vinnudegi.

Gefðu þér tíma fyrir gæluverkefni á morgnana

Það er auðvelt að gefa sér ekki tíma fyrir gæluverkefnin sín þegar maður kemur þreyttur heim úr vinnunni. Það eru margir sem gefa sér klukkutíma á morgnana til þess að vinna að verkefnum sem þeir hafa ástríðu fyrir. Sögukennari við University of Chicago eyddi til dæmis nokkrum tímum á morgnana í að skrifa bók um trúarbragðapólitík í Vestur-Afríku.

Nýttu orkuna á morgnana og hlúðu að gæluverkefnunum.
Nýttu orkuna á morgnana og hlúðu að gæluverkefnunum. mbl.is/Thinkstockphotos

Búðu til plan

Hvað sem þú gerir á morgnana er gott að búa til dagskrá daginn áður. Þar með vaknar maður ekki bara án þess að vera búin að ákveða hvernig skuli verja deginum. Tíminn er dýrmætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál