Léttist um fimm kíló út af Instagram

Kathleen Vuong léttist um fimm kíló bara með því að …
Kathleen Vuong léttist um fimm kíló bara með því að stofna Instagram-aðgang. mbl.is/Thinkstock Photos

Ný rannsókn hefur sýnt fram á það að fólk sem notar Instagram sem matardagbók borðar mun hollari fæðu og stendur frekar við markmið sín. Ástæðurnar eru þær að þú ert með fylgjendur sem fylgjast með því sem þú borðar. 

Kathleen Vuong léttist um fimm kíló eftir að hún stofnaði aðgang á Instagram þar sem hún birtir allt sem hún lætur ofan í sig. Því fleiri fylgjendur sem hún fékk því meiri pressa var á henni að birta myndir af hollum og næringarríkum mat. Hún gaf Women's Health sín bestu ráð til þess að viðhalda svona aðgangi.

Vertu ítarleg/ur

Í staðinn fyrir að skrifa undir myndirnar þínar „geggjaður hádegismaturinn í dag!“ skaltu skrifa ítarlegar lýsingar á matnum svo að þú munir frekar hvað þú borðaðir og getir eldað það aftur. 

Borðaðu fallegan mat

„Ég elda og borða frekar hollan mat, eins og litríkt salat, því að grænmeti lítur betur út á mynd en grilluð samloka,“ sagði Vuong. „Fallegur matur fær líka fleiri læk svo það er auka hvatning.“

Notaðu myllumerki.

Vuong finnur hollar og góðar uppskriftir með myllumerkjum eins og #healthyeats. Þegar hún setur þessi myllumerki undir sínar myndir á fólk einnig léttara með að finna hana og fylgja henni.



Ljósmynd/Thinkstock Photos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál