22 kílóum þyngri og aldrei liðið betur

Tinna er mun sterkari bæði líkamlega og andlega eftir að …
Tinna er mun sterkari bæði líkamlega og andlega eftir að hún byrjaði að hreyfa sig.

Tinna Marína Jónsdóttir stóð á tímamótum fyrir einu og hálfu ári. Hún var nýkomin úr 13 ára sambandi og var á milli starfa. Hún ákvað að drífa sig í ræktina til þess að hafa eitthvað að gera en fyrir það hafði hún aldrei stundað íþróttir.

Árangurinn lét ekki á sér standa og hefur hún bætt á sig 22 kílóum og aldrei liðið betur en þegar hún byrjaði var hún einungis 45 kíló. Hún segist ekki hafa farið í ræktina vegna útlitsins heldur til þess að fá útrás og hressa sig við. „Birkir, þjálfarinn minn, hjálpaði mér fáránlega mikið í gegnum þetta allt saman þó svo að hann hafi kannski ekki endilega áttað sig á hvað ég var að ganga í gegnum til að byrja með."

„Ég hef alltaf verið petit. Ég var aldrei að reyna að grenna mig eða reyna að vera mjó, ég bara borðaði ekki. Ég áttaði mig í raun ekki á því hversu rosalega grönn ég var fyrr en ég fór að stækka. Þegar ég sé gamlar myndir hugsa ég bara guð minn góður var ég þessi,“ segir Tinna.

Tinna æfir nú sex til tíu sinnum í viku og …
Tinna æfir nú sex til tíu sinnum í viku og er orðin einkaþjálfari.

„Mér leið ekki vel hvorki andlega né líkamlega,“ segir Tinna sem segist aldrei hafa liðið jafn-vel og núna og ætlar hún sér aldrei að fara til baka. „Ég er sterkari á alla vegu. Endorfínið sem kemur eftir æfingu er líka náttúrulega dásamlegt. Það eiga allir að stunda hreyfingu, bæði fyrir líkama og sál,“ segir Tinna. Hún segir tilfinninguna sem fylgir því að bæta sig frábæra en hún getur nú lyft mun þyngri lóðum en hún gat þegar hún byrjaði.“ 

Tinna byrjaði að æfa þrisvar sinnum í viku en nú æfir hún sex til tíu sinnum í viku, tekur brennsluæfingar á morgnana og lyftir síðdegis. Hún leggur samt áherslu á að fólk þekki sín mörk því það er auðveldlega hægt að fara í ofþjálfun og segir að hvíldardagar séu mjög mikilvægir.

Tinna tók líka einkaþjálfarapróf og miðlar hún nú þekkingu sinni og reynslu sinni. „Neikvæða hliðin er sú að ég passa ekki í öll fötin mín,“ segir Tinna í gríni að lokum og hlær.

Tinnu hefur aldrei liðið jafn-vel og eftir að hún fór …
Tinnu hefur aldrei liðið jafn-vel og eftir að hún fór að hreyfa sig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál