Hulda Sigríður í Línunni selur höllina í Breiðholtinu

Arininn í stofunni er eins og pýramídi í laginu.
Arininn í stofunni er eins og pýramídi í laginu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Hulda Sigríður Kristjánsdóttir sem starfar í Línunnar, sem er fjölskyldufyrirtæki, hefur sett einbýlishús sitt í Breiðholtinu á sölu. Um er að ræða 210 fm einbýli sem reist var 1974 og er það við Hléshóla. Fasteignamat hússins er 126.400.000 kr. en ásett verð 157.900.000 kr. 

Hulda Sigríður er mikil smekkkona eins og sést á heimilinu. 

Eldhúsið er á efri hæð hússins og er það opið inn í alrými. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Ljósar innréttingar prýða eldhúsið nema einn efri skápur sem er grár að lit og með glerhurðum. Munstraðar flísar á milli skápa setja svip sinn á hornið. 

Eldhúsið er nýlega uppgert með ljósri innréttingu.
Eldhúsið er nýlega uppgert með ljósri innréttingu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Eyjan er klædd með borðplötuefni.
Eyjan er klædd með borðplötuefni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Í stofunni er hvítur músteinsveggur sem gefur stofunni skemmtilegt yfirbragð. Þar er líka arinn sem gott er að ilja sér við á köldum vetrarkvöldum. Hönnunin á arninum er sérstök en háfurinn sjálfur nær upp í loft og er eins og pýramídi í laginu. 

Stór garðskáli er við húsið sem tengir saman garð og húsið sjálft. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Hléskógar 19

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál