Nýtur ekki munnmakanna

Margar konur eru ósáttar við líkama sinn og njóta því …
Margar konur eru ósáttar við líkama sinn og njóta því ekki kynlífs sem skyldi. Ljósmynd / Getty Images

„Ég er 31 árs kona sem líkar ekki að fá munngælur. Ég hef aldrei notið þeirra. Kærastinn minn sýnir þessu skilning, en ég veit að honum finnst hann svikinn um þátt í kynlífi okkar. Hann nýtur þess, en ég ligg bara kyrr og bíð eftir því að þessu ljúki,“ segir ónafngreind kona sem leitaði á náðir Pamelu Stephenson Connolly, sambands- og kynlífsráðgjafa dagblaðsins Guardian.

Connolly er með ráð undir rifi hverju, enda sálfræðingur að mennt sem sérhæfir sig í kynferðisvandamálum.

„Þú þarft ekki að njóta allra þátta kynlífs og það eru engar reglur sem segja til um að þú þurfir að þiggja munngælur þó að hann geri það. Kynferðisleg kúgun getur tekið á sig margar myndir, og að halda áfram að biðja um að veita þér munngælur þegar þú hefur tekið það skýrt fram að þú njótir þeirra ekki, er í besta falli óviðeigandi. Að sama skapi er þó mögulegt að læra að njóta munnmaka, en það fer eftir því hvers vegna þér líka þau ekki.“

„Munngælur eru afar innileg athöfn, og það er ekki óalgengt að konum líki ekki við þær. Sumar kunna almennt ekki að meta tilfinninguna sem atlotunum fylgja, á meðan aðrar eru ekki hrifnar af tækni makans. Ef það síðarnefnda á við getur það borið stórkostlegan árangur að ráðleggja makanum. Verðlaunaðu hann með orðum, eða hljóðum, þegar hann gerir góða hluti.“

„Sumar konur hafa einnig ekki náð að sættast nægjanlega við líkama sína til þess að ná að njóta munnmaka, án þess að hafa áhyggjur af útliti sínu eða lykt. Ef það á við um þig skaltu kynna þér þessi málefni.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál