Komst að framhjáhaldinu þökk sé iMessage

Það getur verið áfall fyrir fólk að komast að því …
Það getur verið áfall fyrir fólk að komast að því að maki þeirra er að halda framhjá. Getty images

Allt of margt fólk hefur þurft að komast að því að maki þeirra sé að halda framhjá. Á vef Cosmopolitan birtist nýverið samantekt frá fólki sem segir frá því hvernig það komst að því að makinn væri að stunda framhjáhald. Ansi óskemmtilegar sögurnar, hér kemur ein.

„Þáverandi unnusti minn átti bæði iPhone og Macbook. Og ef þú þekkir hvernig iMessage virkar þá veistu að þú getur sent SMS og fengið þau í tölvuna þína. Ég var að vinna heimavinnuna mína í tölvunni hans (með hans leyfi) þegar hann var í vinnunni þegar hann fékk skilaboð frá sinni fyrrverandi. Þau höfðu verið að spjalla saman reglulega,“ skrifar ónafngreind kona.

„Mér þótti tilhugsunin um hana alltaf óþægileg því hún var „sú sem slapp frá honum“. En hún var gift og hann fullvissaði mig um að þau væri bara vinir. Ég kaus að treysta honum. En þessi skilaboð sem hún sendi þennan daginn voru skrýtin. Hún sendi upp úr þurru: „Er bara að senda þér til að segja að ég elska þig.“ Eitthvað í þá áttina. Þetta birtist bara í horninu á skjánum, og ég opnaði skilaboðin.“

Þegar hún opnaði skilaboðin komst hún að ljótum sannleikanum. „Ég fann margar klukkustundir af kynferðislegum skilaboðum. Hann hafði verið að klæmast við hana þennan sama morgun, þar sem ég lá við hliðina á honum áður en við kúrðum og hann kyssti mig bless áður en hann fór að vinna. Ég var ekki heima þegar hann kom til baka.“

Fleiri sögur um hvernig fólk komst að því að makinn væri að halda framhjá má finna í samantekt Cosmopolitan.

Samfélagsmiðlar hafa valdið vandræðum í ansi mörgum samböndum.
Samfélagsmiðlar hafa valdið vandræðum í ansi mörgum samböndum. Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál