Ljónið: Þú getur valið bestu bita lífsins

Elsku Ljónið mitt,

fyrir um það bil tveimur vikum á nýju tungli opnaðist nýr orkuheimur fyrir þér. Það er eins og þú sért kominn í sælgætisverksmiðju og getir valið þér úr allavega vöruflokkum. Þú munt líka sjá betur að þó þú fengir að skipta og að vera einhver annar, sama hver, þá sérðu og finnur að þú vilt bara vera þú. Í þessari orku sem verður áframhald á, átt þú eftir að geta hjálpað bæði sjálfum þér og öðrum með hlýju virðingu og vináttu. Þú hefur gengið í gegnum svo margt sem hefur stungið í þér hjartað og brotið í þér beinin, en samt muntu sjá núna að það var bara til þess að gera þig sterkari.

Næmni þín og andlegir kraftar eru að eflast eins og vindurinn. Og bara það ef þú spyrð upphátt spurningar til Alheimsorkunnar er eins og stuttu seinna komi svarið. Þú annaðhvort uppgötvar það sjálfur eða einhver segir þér það. Í þessu muntu skilja að þú ert kominn inn í heim töfranna, eins og þú sért nokkurskonar Aladín sem gefur þér það að það verður þinn vilji.

Þú skalt hafa það alveg á kristalstæru hvað sé þess virði að hlaupa eftir og við hverju þú ættir alls ekki að líta. Það eru breytingar í kortunum, jafnvel í sambandi við heimili eða heimilisaðstæður og annað sem gæti skipt verulega miklu máli. Allt smellur þetta saman, þó jafnvel á síðustu mínútu.

Það er svo margt búið að vera að gerast fyrir þig á þessu ári sem þýðir það þó að þú sért svo sannarlega lifandi. Það er að stytta upp og skýin eru að dragast frá sólinni og þú færð svo sterka skynjun um að þú getir hlakkað til næsta kafla. Það er eins og lífið sé að gerast miklu hraðar en það hefur gerst síðustu ár og ég get sagt við þig með sanni, að það er satt. Ég sé það í kortunum þínum að meðvitund þín er að eflast og þú ert að byrja nýtt og betra líf.

Knús og kossar, Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál