Skammaði Kardashian fyrir að flagga auðnum

Kim Kardashian og Karl Lagerfeld.
Kim Kardashian og Karl Lagerfeld. Ljósmynd / skjáskot Harper's Bazaar

Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld hefur ávítað raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian fyrir að flagga auðæfum sínum, en það hefur líkast til ekki farið fram hjá neinum að stjarnan var rænd aðfaranótt mánudags.

Ræningjarnir, sem voru grímuklæddir og vopnaðir byssum, náðu að hafa á brott með sér skartgripi sem metnir eru á 10 milljón evrur, sem samsvarar tæplega 1,3 milljörðum í íslenskum krónum.

„Þú getur ekki flaggað auðæfum þínum og svo verið hissa þegar fólk vill deila þeim með þér,“ sagði Lagerfeld við blaðamenn eftir tískusýningu Chanel í dag.

„Ef þú ert svona fræg og venur þig á að sýna skartgripi þína á netinu verður þú að dvelja á hótelum þar sem enginn getur komist nálægt herberginu þínu.“

„Ég skil ekki hvers vegna hún var á hótelherbergi með enga öryggisgæslu.“

Raunveruleikastjarnan hafði dvalið í París í nokkra daga þegar ræningjarnir brutust inn á hótelherbergi hennar, en hún var þátttakandi í tískuvikunni. Nokkru áður en ránið átti sér stað hafði hún deilt ljósmynd af 20 karata demantshring sínum á Instagram, en hann er metinn er á 513 milljónir króna.

Frétt mbl.is: Hver var hlutur samfélagsmiðla í ráninu?

Stjarnan deildi mynd af forláta demantshring sínum skömmu áður en …
Stjarnan deildi mynd af forláta demantshring sínum skömmu áður en ræningjarnir létu til skarar skríða. Ljósmynd / skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál