Konur í yfirstærð eiga ekki sömu möguleika

Ásdís Rán Gunnarsdóttir segir að það sé ekki búið að …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir segir að það sé ekki búið að breyta stöðlunum í Ungfrú Íslandi og þess vegna eigi stúlkur í þyngri kantinum enga möguleika á fegurðarsamkeppnum úti í heimi.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur verið dómari í fegurðarsamkeppnum um allan heim og þekkir hverju forsvarsmenn svona keppna sækjast eftir. Hún furðaði sig á því á Snapchat um helgina hvers vegna það væru tvær stúlkur í yfirþyngd sem kepptu í Ungfrú Ísland á laugardaginn. Hún spurði hvort búið væri að breyta reglunum og stöðlunum á Íslandi og benti á að það væri ekki búið að breyta stöðlunum úti og því ættu þessar þykkari engan séns á heimsvísu. 

Að sjálfsögðu varð allt vitlaust því það má enginn láta neitt svona út úr sér. Ásdís Rán sagði í samtali við Svala og Svavar á K100 í morgun að það það væri í raun verið að hafa þær þykkari að kjánum því þær ættu aldrei séns úti, ekki nema í sérstökum fegurðarsamkeppnum fyrir konur í yfirstærð. 

„Spurningin er, erum við að fara að senda stelpur sem eru yfir 100 kg út í keppni?“ sagði Ásdís Rán hjá Svala og Svavari.

Ásdís Rán sagði í þættinum að hún væri alls ekki með fitufordóma heldur hefði bent á að það væri ekki hægt að blanda þykkari stelpum inn í keppni þar sem þær ættu ekki möguleika á heimsvísu. 

HÉR er hægt að hlusta á viðtalið við Ásdísi Rán á K100.

Stefanía Tara Þrastardóttir tók þátt í Ungfrú Íslandi 26. ágúst. …
Stefanía Tara Þrastardóttir tók þátt í Ungfrú Íslandi 26. ágúst. Hún er ein af þeim sem er í yfirstærð í keppninni. Skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál