Lady Gaga eyðilögð með fótósjoppi

Lady Gaga fyrir og eftir fótósjopp. Munurinn er mikill.
Lady Gaga fyrir og eftir fótósjopp. Munurinn er mikill.

Eitt af undrum nútímatækninnar er myndvinnsluforritið fótósjopp. Lady Gaga hefur nú birt myndir af sér sem teknar voru á tökustað þegar hún sat fyrir hjá ítalska tískuhúsinu Versace. Myndirnar sem Gaga birti sýna söngkonuna áður en myndirnar komust í hendurnar á fótósjoppara. 

Hún er andlit Versace og vöktu myndirnar mikla athygli þegar þær voru frumsýndar. Ekki síst fyrir það hvað Gaga var óþekkjanleg og nánast alveg eins og Donatella Versace sjálf, eigandi Versace-tískuhússins (bara aðeins yngri). 

Nú er sem sagt komið á daginn að Gaga og Versace eru kannski ekki svo líkar eftir allt saman því myndirnar voru fótósjoppaðar fyrir allan peninginn. Húðliturinn er öðruvísi á Gaga á fótósjoppuðu myndunum og auðvitað er hún líka miklu grennri. 

Það er ágætt að minna sig reglulega á það að flest sem við sjáum í glanstímaritum er fótósjoppað. Það er þó ekki bara þannig í glanstímaritum því fótósjoppið virðist vera á uppleið hjá dagblöðunum eins og sést í nýjasta tölublaði DV. Magnús Scheving í Latabæ prýðir forsíðuna. Þegar myndirnar af honum eru skoðaðar má sjá vel að það hefur einhver mjög flinkur fótósjoppað íþróttaálfinn. Ég skora á Magnús Scheving að birta myndir af sér áður en kveikt var á fótósjoppforritinu.

Þessa mynd birti Lady Gaga af sjálfri sér áður en …
Þessa mynd birti Lady Gaga af sjálfri sér áður en hún var fótósjoppuð.
Lady Gaga eins og hún leit út áður en hún …
Lady Gaga eins og hún leit út áður en hún var fótósjoppuð.
Lady Gaga í Versace auglýsingum.
Lady Gaga í Versace auglýsingum.
Lady Gaga er nýjasta andlit Versace.
Lady Gaga er nýjasta andlit Versace. Ljósmynd/Versace
Lady Gaga stillir sér upp fyrir Versace.
Lady Gaga stillir sér upp fyrir Versace. Ljósmynd/Versace
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál