Baltasar Kormákur í 580.000 króna dressi

Baltasar Kormákur er flottur í tauinu.
Baltasar Kormákur er flottur í tauinu. Skjáskot af vef Esquire

Baltasar Kormákur birtist nýverið í grein á lífsstílsvefnum Esquire sem ber yfirheitið „10 karlmenn afmarka muninn á millu tísku og stíls.“

„Að klifra fjall er í raun myndlíking fyrir allt sem fólki langar til að afreka í lífinu,“ er haft eftir Baltasar. Höfundur greinarinnar fjallar einnig um mynd hans Everest en með aðalhlutverk fara Jason Clarke, Kaje Gyllenhaal og Josh Brolin. Þá segir hann Baltasar hafa einstakan fatastíl og hafi því ratað inn á listann.

Á myndinni klæðist Baltasar tvíhnepptum ullarjakka frá Gucci sem kostar 307 þúsund krónur, „casgora“ peysu frá Gucci sem kostar 83 þúsund krónur, gallaskyrtu frá Gucci sem kostar 101 þúsund krónur, gallabuxum úr AllSaints sem kosta 23 þúsund krónur og leðurstígvélum frá Grenson sem kosta 65 þúsund krónur. Heildarkostnaður klæðnaðarins er því um 580 þúsund. 

Baltasar Kormákur í Jökla Parka úlpunni frá 66°Norður.
Baltasar Kormákur í Jökla Parka úlpunni frá 66°Norður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál