Rándýr giftingarhringur Jennifer Aniston

Giftingarhringur Jennifer Aniston er úr gulli með einni línu af …
Giftingarhringur Jennifer Aniston er úr gulli með einni línu af demöntum. mbl.is/AFP

Jennifer Aniston giftist unnusta sínum, Justin Theroux, á dögunum og er giftingarhringurinn sko ekkert slor heldur alsettur demöntum. Hjónin eru nýkomin heim úr brúðkaupsferð frá Bora Bora en nú er hún mætt aftur í vinnuna og það beint á rauða dregilinn.

Leikkonan, sem er 46 ára, geislaði af hamingju þegar hún mætti á frumsýningu myndarinnar She´s Funney That Way í Los Angeles. Hún klæddist samfestingi frá Roland Mouret og var með hárið slegið.

Erlenda pressan lagði metnað í að ná ljósmynd af giftingarhringnum enda hefur heimsbyggðin þannig séð beðið eftir því augnabliki í áratug að Aniston gengi í hjónaband á ný eftir að hún skildi við Brad Pitt.

Giftingarhringurinn er klassískur og fallegur og úr gulli ekki platínu eins og hefur verið svo vinsælt. Hringurinn þrískiptur, tvær línur af gulli sem eru tengdar með einni línu af demöntum. Ekki er vitað hversu mörg karöt hver demantur er en þeir eru nokkuð veglegir ef eitthvað er að marka myndina.

Gullið hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið og má búast við því að giftingarhringir framtíðarinnar verði eitthvað í þesum stíl ef eitthvað er að marka Aniston sem trendsetter.

Justin Theroux og Jennifer Aniston gengu í hjónaband í júlí.
Justin Theroux og Jennifer Aniston gengu í hjónaband í júlí. mbl.is/AFP
Gullið fer Jennifer Aniston vel.
Gullið fer Jennifer Aniston vel. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál