Segir Alexander McQueen hafa stolið teikningunum

Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja geisluðu á brúðkaupsdaginn.
Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja geisluðu á brúðkaupsdaginn. mbl

Næstum fimm ár eru liðin síðan Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja af Cambridge gengu í hjónaband. Brúðkaupið virðist þó ætla að draga dilk á eftir sér því tískuhús Alexanders McQueen og listrænn stjórnandi þess, Sarah Burton, hafa nú hlotið kæru vegna hugverkastuldar.

Fatahönnuðurinn Christine Kendall heldur því fram að Sarah Burton, sem hannaði kjól Katrínar, hafi stuðst við skissur sem hún sendi konungshöllinni á sínum tíma.

Kendall segist hafa undir höndunum bréf frá konungshöllinni, þar sem henni er þakkað fyrir að hafa sent inn hugmyndir sínar. Talsmaður konungshallarinnar hefur þó staðfest að hertogaynjan hafi aldrei séð umræddar teikningar.

Tískuhúsið sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Kendall er alfarið vísað á bug, líkt og lesa má í frétt Vogue.

„Við erum allsendis undrandi vegna þessarar kæru,“ sagði í tilkynningunni, auk þess sem greint var frá því að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Kendall setti sig í samband við tískuhúsið.

„Sú uppástunga að Sarah Burton hafi nýtt sér verk hennar við hönnun brúðarkjólsins er alger þvæla. Sarah Burton sá aldrei neinar teikningar eftir Kendall og vissi ekki hver hún var fyrr en Kendall setti sig í samband við okkur, 13 mánuðum eftir brúðkaupið. Við vitum ekki hvers vegna hún er að vekja athygli á málinu á ný. Það er engum blöðum um það að fletta, krafa hennar er fáránleg.“

Kendall stendur þó fast á sínu og heldur því fram að ef teikninga hennar hefði ekki notið við hefði brúðarkjóllinn litið allt öðruvísi út. 

Árið 2013 hlóð Kendall upp eftirfarandi myndbandi þar sem hún sakar tískuhúsið um að hafa stolið hugverki sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál