Frumsýna skargripalínuna SEB Fly á Menningarnótt

Sýningin opnar formlega klukkan 16:00 á Menningarnótt.
Sýningin opnar formlega klukkan 16:00 á Menningarnótt. Ljósmynd/Íris Stefánsdóttir

Sýningin Night in GK Reykjavík verður formlega opnuð á laugardaginn klukkan 16:00 í versluninni GK Reykjavík á Skólavörðustíg 6. Sýningin er afrakstur samstarfs þeirra Eddu Bergsteinsdóttur gullsmiðs sem er hönnuður og eigandi SEB jewellery og Írisar Stefánsdóttur ljósmyndara.

Þær Íris og Edda fengu fyrirsætuna Theresu Mba til liðs …
Þær Íris og Edda fengu fyrirsætuna Theresu Mba til liðs við sig. Ljósmynd/Íris Stefánsdóttir

Á sýningunni verður ný skartgripalína SEB Fly frumsýnd en hún er óbeint framhald af SEB Animals-línunni. „SEB Fly er byggð upp á geómetrískum formum sem eru symmetrísk þannig að þau speglast eftir lóðréttum ás, skartið er alltaf eins báðum megin ef horft er framan á það. Þetta eru hlutlaus form sem ganga upp með dýramenunum án þess að vera fígúrur,“ segir Edda.

Lauk einu ári í arkitektúr 

Hún segir formin í nýju línunni byggð upp á sama máta og dýrin í SEB Animals-línunni. „Sumir hafa tengt skartgripina mína við byggingar og arkitektúr. Fyrir mér eru form jafnmikilvæg hvort sem þau er að finna í stórum eða litlum skala og ég leitast alltaf við að gera formin sjálfstæð.“ Edda lauk einu ári í arkitektúr en í náminu fann hún að hana langaði  til að vinna með smærri einingar og skala og skipti þá yfir í gullsmíði í Tækniskólanum. Hún er útskrifuð þaðan með sveinspróf í gull- og silfursmíði.

SEB Fly er óbeint framhald af SEB Animals-línunni.
SEB Fly er óbeint framhald af SEB Animals-línunni. Ljósmynd/Íris Stefánsdóttir

Samblanda af birtu og skuggum  

Íris er sjálfstætt starfandi ljósmyndari en hún hefur mikla reynslu af skartgripaljósmyndun og tískuljósmyndun. Þær Íris og Edda fengu fyrirsætuna Theresu Mba til liðs við sig. „Við vildum ná fram sterkum myndum. Ég hugsa að allt að 90% af tískuiðnaðinum í vestrænum heimi noti hvítar konur sem fyrirsætur. Við vorum afar heppnar að fá Theresu til liðs við okkur og náðum fram þeim abstrakt áhrifum sem við vorum að leita eftir. Myndirnar eru skemmtileg samblanda af birtu og skuggum,“ segir Edda.

Sýningin verður formlega opnuð næstkomandi laugardag á Menningarnótt klukkan 16:00. Hún verður opin á venjulegum opnunartíma verslunarinnar og mun standa eitthvað áfram næstu daga og vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál