Naut sín í 260 þúsund króna kjól

Hertogaynjan leit að venju stórvel út.
Hertogaynjan leit að venju stórvel út. Ljósmynd / skjáskot Mirror

Katrín hertogaynja af Cambridge þykir ein glæsilegasta kona heims, en hún vekur jafnan mikla eftirtekt hvert sem hún fer.

Katrín er alltaf á stöðugu flandri, en um þessar mundir er hún stödd í opinberri heimsókn í Essex.

Að sjálfsögðu var hertogaynjan stórglæsileg, en hún klæddist kjól úr smiðju franska hönnuðarins Joseph Altuzarra.

Kjóllinn, sem kostaði 260 þúsund krónur, er nú uppseldur líkt og fram kemur í frétt Mirror, en þetta er í fyrsta skipti sem hertogaynjan klæðist hönnun Altuzarra opinberlega. 

Katrín klæddist síðan fölbleikum skóm við kjólinn, auk þess sem hún bar hálsmen og eyrnalokka frá Mappin og Webb.

Að sjálfsögðu var prinsinn ekki fjarri góðu gamni.
Að sjálfsögðu var prinsinn ekki fjarri góðu gamni. Ljósmynd / skjáskot Mirror
Kjóllinn er fagurblár, alsettur hressilegum doppum.
Kjóllinn er fagurblár, alsettur hressilegum doppum. Ljósmynd / skjáskot Mirror
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál