Dragtin sem Katrín elskar

Katrín er ávallt vel til höfð.
Katrín er ávallt vel til höfð. Skjáskot / Popsugar

Katrín, hertogaynja af Cambridge, er þekkt fyrir fágaðan og flottan stíl enda er hún ávallt vel til höfð.

Hertogaynjan á fúlgur fjár, auk þess sem hönnuðir keppast um að fá að klæða hana. Það þýðir þó ekki að hún noti fötin sín aðeins einu sinni og síðan ekki söguna meir. Katrín er nefnilega sérlega lunkin að finna sér klassískar flíkur, sem standast tímans tönn.

Í gær skellti hertogaynjan sér í opinbera heimsókn, eins og svo oft áður, og klæddist forláta vínrauðri dragt úr smiðju Paule Ka.

Dragtin hefur fylgt hertogaynjunni í fimm ár, eins og fram kemur í frétt Popsugar, en hún klæddist henni fyrst opinberlega árið 2012.

Dragtin hefur augljóslega staðist tímans tönn.
Dragtin hefur augljóslega staðist tímans tönn. Skjáskot / Popsugar
Katrín klæddist dragtinni fyrst árið 2012.
Katrín klæddist dragtinni fyrst árið 2012. Skjáskot / Popsugar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál