Förðunarmistök sem skal varast

Förðun er ekki einföld og ber að varast ýmislegt.
Förðun er ekki einföld og ber að varast ýmislegt. mbl.is/Thinkstockphotos

Á hverjum degi gefur fólk út um allan heim öðru fólki förðunarráð. Í stað þess að hugsa alltaf um hvernig eigi að gera hlutina er stundum gott að fara yfir hvernig á ekki að gera hlutina. Popsugar fór yfir nokkur förðunarmistök sem fólk á til að gera. 

Að þvo ekki burstana

Það gleyma þessu allir, meira segja förðunarfræðingar viðurkenna að þetta verk er það leiðinlegasta í vinnunni. Vanþrif geta farið illa með húðina og meðal annars valdið bólum. Vanþrif hafa líka áhrif á málninguna en litir geta til að mynda blandast. 

Prófa farða á handarbakið

Fjölmargir reyna að finna rétta litinn með því að bera farða á handarbakið. Fólk ætti frekar að bera á kjálkann enda er ekki endilega víst að handarbakið og andlitið sé eins á litinn. 

Að sofa með farða

Að sofa með farða veldur ekki bara bólum heldur getur þessi venja látið þig líta fyrr út fyrir að vera gömul. 

Að nota vatnsheldan maskara á hverjum degi

Vatnsheldir maskarar geta komið sér vel en það ætti ekki að nota þá á hverjum degi. Þeir eiga það til að þurrka upp augnhárin. Fólk á það til að nudda augun mjög mikið þegar það reynir að ná honum af og er þá algengt að nokkur augnhár detti af.

Ertu að setja kinnalitinn rétt á?
Ertu að setja kinnalitinn rétt á? mbl.is/Thinkstockphotos

Að nota ekki réttan kinnalit

Það getur verið ástæða til að skipta um kinnalit ef að kinnaliturinn lítur ónáttúrulega út. Púðurkinnalitir endast yfirleitt lengur en blautir kinnalitir sem gera litinn aftur á móti oftast náttúrulegri. Það fer þó eftir húð hvernig kinnalit ætti að nota. Blautur kinnalitur á það til að fara auðveldlega af blautri húð á meðan púðurkinnalitur dregur fram þurrk og hrukkur á þurri og hrukkóttri húð.  

Að bretta augnhárin með maskarann á

Þetta eyðileggur ekki bara hvernig þú settir maskarann á heldur getur líka gert það að verkum að augnhár detta af.

Að setja kinnalitinn vitlaust á

Röng notkun á kinnalit getur látið þig líta út eins og trúður. Prófaðu að brosa og setja síðan kinnalitinn á kinnina, kinnbeinin og upp að gagnauga. Passaðu líka að liturinn blandist vel. 

Röng lýsing

Fólk ætti að hugsa út í lýsinguna sem það farðar sig í. Popsugar mælir með því að fólk máli sig í svipaðri lýsingu og það ætlar að vera í. Það er ekki vænlegt að mála sig í dimmu herbergi og mæta síðan á flúorlýsta skrifstofu. 

Gamall farði

Förðunarvörur endast ekki alla ævi þó svo að þú klárar þær ekki. Vörurnar duga allt frá nokkrum mánuðum upp í tæp tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál