Þorvaldur hættur hjá HK

Þorvaldur Örlygsson
Þorvaldur Örlygsson mbl.is/Eggert

Þorvaldur Örlygsson er hættur störfum sem þjálfari karlaliðs HK í knattspyrnu eftir að hafa stýrt því undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram á vef Kópavogsfélagsins.

Þorvaldur tók við HK eftir að liðið vann 2. deildina haustið 2013 og það hefur hafnað í 6. og 8. sæti 1. deildarinnar undanfarin tvö ár. HK átti sérstaklega góðan endasprett í haust og vann þá síðustu þrjá leikina en liðið fékk 19 stig í seinni umferðinni eftir að hafa gengið illa framan af móti og verið með 12 stig þegar það var hálfnað.

Þorvaldur var samningsbundinn HK í eitt ár til viðbótar en tilkynnti stjórn knattspyrnudeildar félagsins í dag að hann ætlaði að láta gott heita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert