Sindri frá Leikni til Vals

Sindri Björnsson á ferðinni í leik með Leikni síðasta sumar.
Sindri Björnsson á ferðinni í leik með Leikni síðasta sumar. mbl.is/Eva Björk

Valsmenn hafa samkvæmt heimildum Mbl.is gengið frá samkomulagi við Leikni R. um að fá miðjumanninn Sindra Björnsson að láni út komandi keppnistímabil í Pepsi-deildinni í knattspyrnu.

Sindri, sem er tvítugur, lék sína fyrstu leiktíð í efstu deild í fyrra en hann er uppalinn hjá Leikni. Hann skoraði þrjú mörk í 20 leikjum í Pepsi-deildinni en tókst ekki frekar en öðrum að koma í veg fyrir fall Leiknis niður í 1. deild. Hann skoraði 13 mörk í 21 leik í 1. deildinni árið 2014.

Sindri hefur leikið alla fimm leiki U21-landsliðs Íslands í yfirstandandi undankeppni EM, frá upphafi til enda, en Ísland er taplaust í keppninni og efst í sínum riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert