ÍA er eins og fasteignaverðið

Skagamenn enduðu í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í fyrra og stóðu sig þá betur en margir bjuggust við af þeim sem nýliðum í deildinni. Mbl.is skrapp upp á Akranes og kannaði hver staðan væri þar fyrir Íslandsmótið.

Sigurbjörg Þrastardóttir stuðningsmaður ÍA upplifði mikla og stóra sigra þegar jafnaldrar hennar og skólabræður í Skagaliðinu unnu hvern titilinn á fætur öðrum 1992 til 1996 og hún segir að það hafi verið smart að heilsa þeim á götu á þeim tíma.

Núna séu kröfurnar hógværari, sjötta sætið væri fínt, en hinsvegar væri gaman að komast aftur í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli. Hún líkti gengi ÍA við fasteignaverð, sem væri alltaf á uppleið þó af og til kæmi bakslag í eitt til tvö ár.

Ármann Smári Björnsson, fyrirliði og reyndasti maður ÍA, vonast fyrst og fremst eftir góðum fótbolta og segir að margir ungir og efnilegir Skagamenn hafi fengið tækifæri til að spila með liðinu á undirbúningstímabilinu en þetta kemur allt betur fram í myndskeiðinu hér að ofan.

Fylkir: Hemmi er enginn vitleysingur.
Víkingur R.
: Tilbúinn til að hjálpa þjálfaranum.

ÍBV. - Finna von­andi gell­ur í Eyj­um
Vík­ing­ur Ólafs­vík
 - Vill að Vík­ingsliðin spili um nafnið .

Þrótt­ur Reykja­vík - Vinn­um FH og end­um í fjórða sæti.

Skagamenn fagna góðum sigri með Ármann Smára Björnsson fremstan í …
Skagamenn fagna góðum sigri með Ármann Smára Björnsson fremstan í flokki. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert