Breiðablik dregur flesta að

Atli Guðnason, leikmaður FH og Atli Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks.
Atli Guðnason, leikmaður FH og Atli Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks. mbl.is/Golli

Flestir áhorfendur mættu á leiki Breiðabliks á Kópavogsvelli að meðaltali í fyrri umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Þar á eftir koma KR og næst í röðinni er síðan FH, sem er ríkjandi Íslandsmeistari. 

Leikur Breiðabliks og FH hinn 5. júní hefur trekkt flesta áhorfendur að það sem af er sumri eða 1.936 talsins. Næstflestir mættu síðan á leik Stjörnunnar og FH hinn 23. maí, en 1.931 mætti á þann leik.

Meðaláhorfendafjöldi á heimaleikjum liðanna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í fyrri umferðinni lítur svona út:

Breiðablik: 1.565
KR: 1.368
FH: 1.269
Stjarnan: 1.220 
Fylkir: 1.220
Víkingur R.: 990
Valur: 970
Þróttur: 950
Fjölnir: 911
ÍA: 832
ÍBV: 743
Víkingur Ó.: 573

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert