Vonast til að sigla inn höfnina með bikarinn

Eyjamenn tóku áskorun framkvæmdastjórans og stungu sér til sunds í …
Eyjamenn tóku áskorun framkvæmdastjórans og stungu sér til sunds í ísköldum sjónum. Ljósmynd/Óskar Jósúason

Langt er síðan ÍBV vann stóran titil í knattspyrnu en kvennalið félagsins varð bikarmeistari fyrir tólf árum. Karlaliðið varð Íslands- og bikarmeistari árið 1998 en liðið tapaði bikarúrslitaleik gegn ÍA árið 2000.

Sé þessi saga höfð til hliðsjónar er ekki að undra að stemmningin og spennan í Vestmannaeyjum sé mikil en bæði karla- og kvennaliðið eru á leið á Laugardalsvöll í úrslitaleik bikarkeppninnar. Kvennaliðið mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks föstudagskvöldið 12. ágúst. Daginn eftir mætir karlaliðið bikarmeisturum Vals í úrslitum.

Konurnar sigruðu Þór/KA í undanúrslitum eftir framlengdan leik fyrir viku og karlarnir sigruðu FH á fimmtudagskvöldið.

Sjá frétt um árangur Eyjamanna í boltanum í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert