Elías kjörinn besti dómarinn

Elías Ingi Árnason.
Elías Ingi Árnason. Ljósmynd/twitter

Elías Ingi Árnason var kjörinn besti dómarinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á keppnistímabilinu 2016 en hann fékk viðurkenningu sína afhenta áður en flautað var til leiks hjá Stjörnunni og FH í lokaumferð deildarinnar núna klukkan 16.00.

Elías, sem er 33 ára og dæmir fyrir ÍR, dæmdi tíu leiki í Pepsi-deild kvenna á þessu ári. Hann er varadómari leiksins á Samsung-vellinum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert