Margt sem ber að varast

Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson og aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson.
Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson og aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson. Ljósmynd/KSÍ

Aðstoðar-landsliðsþjálfarinn, Helgi Kolviðsson, er búinn að kynna sér lið Kósóvó vel en auk þess hefur hann séð til margra leikmanna liðsins verandi búsettur á meginlandinu en leikmenn Kósóvó spila með félagsliðum víða um álfuna. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Shkodër í Albaníu í kvöld klukkan 19.45 að íslenskum tíma.

„Þeir eru ekki búnir að spila marga leiki sem landslið en eru með einstaklinga sem eru frábærir í fótbolta. Það þekki ég persónulega og hef sem þjálfari mætt þeim nokkrum í leik. Til dæmis var Donis Xhemë Avdijaj, sem kom inn í hópinn hjá Kósóvó núna, lánaður til Sturm Graz frá Schalke í fyrra þegar hann var 19 ára. Hann vann stundum leiki upp á eigin spýtur. Ég veit því að í liði Kósóvó eru margir toppleikmenn og frábærir einstaklingar. Í þessu liði er margt að varast.“

Þegar horft er á leikmannahópa liðanna á pappírunum margfrægu þá er ekki að sjá að leikmenn Íslands spili með sterkari félagsliðum heldur en leikmenn Kósóvó. Helgi tekur undir það og hið sama kom raunar fram hjá Heimi Hallgrímssyni á blaðamannafundi fyrir viku.

„Alls ekki. Þeir eru að spila í góðum liðum og það er ekkert sem segir að við getum leyft okkur að vanmeta eitt eða neitt varðandi þennan leik. Ég hef sjálfur verið með nokkra Kósóvó-Albana í mínu liði í Þýskalandi og ég veit hversu mikið þeir leggja á sig til að ná árangri í fótboltanum. Margir þeirra eru uppaldir í Þýskalandi, Sviss eða hvar sem er og hafa spilað í toppdeildum. Yfirleitt hafa þeir fengið frábæra barna- og unglingaþjálfun. Þeir eru flestir ef ekki allir í grunninn mjög góðir í fótbolta.“

Sjá allt um leikinn gegn Kósóvó í kvöld í íþróttablaði Morgunblaðsins

Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson á fréttamannafundi íslenska landsliðsins …
Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson á fréttamannafundi íslenska landsliðsins í Shkodër í gær ásamt Óskari Guðbrandssyni fjölmiðlafulltrúa og túlki á vegum Kósóvó. mbl.is/Kris
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert