Um 50 Íslendingar á leiknum

Stuðningsmenn Íslands verða líklega ekki margir á leiknum í kvöld.
Stuðningsmenn Íslands verða líklega ekki margir á leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Ekki virðist vera grundvöllur fyrir því að íslenska víkingaklappið yfirtaki Loro Borici-leikvanginn í Shkodër í Albaníu í kvöldi þegar Kósóvó og Ísland mætast í undankeppni HM 2018.

Eftir því sem mbl.is kemst næst má búast við um fimmtíu íslenskum áhorfendum á leiknum í kvöld fyrir utan fylgdarlið landsliðsins og íslensku fjölmiðlamennina sem eru átta talsins. 

Leikvangurinn tekur um 16 þúsund áhorfendur og er búist við að Kósóvar fjölmenni á leikinn enda er aðeins um annan heimaleik liðsins að ræða í undankeppni. 

Leikurinn er afskaplega mikilvægur fyrir Ísland sem er í 3. sæti riðilsins með 7 stig eftir fjóra leiki. Króatía er með 10 stig og Úkraína 8 stig en þessi lið mætast einnig í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert