Gríðarlega ánægður með strákana

Srdjan Tufegdzic
Srdjan Tufegdzic mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég bara mjög sáttur. Þetta var erfiður leikur að spila. Völlurinn var frekar laus í sér og erfitt lið sem við vorum að spila á móti,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA-manna eftir 2:0 sigur gegn Fjölnismönnum í dag.

„Þeir nota mikið af löngum sendingum og það var mikil barátta um seinni boltana en við vorum vel undirbúnir og ég er gríðarlega ánægður með það hvernig strákarnir voru að spila.“

KA-menn spiluðu flottan og agaðan varnarleik í dag og héldu hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu. Tufegdzic var að vonum sáttur með það

„Ég er mjög ánægður með að halda hreinu. það er alltaf markmið númer eitt hjá okkur að halda hreinu. Í hinum tveimur leikjunum hefðum við getað haldið hreinu og þar var ekki mikið um opnanir á okkur. Ég reikna með því að við höldum þessu áfram.“

Með sigrinum fer Akureyrarliðið á topp deildarinnar, að minnsta kosti um sinn. Spurður um það sagði Tufegdzic.

„Maður er vanur að vera á toppnum frá því í fyrra og vonandi höldum við sama striki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert