Selfyssingar á toppinn

Magdalena Anna Reimus skoraði fyrra mark Selfyssinga.
Magdalena Anna Reimus skoraði fyrra mark Selfyssinga. mbl.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar komust í kvöld í toppsæti 1. deildar kvenna í knattspyrnu með því að sigra Víking frá Ólafsvík, 2:0, á Jáverkvellinum á Selfossi.

Magdalena Anna Reimus skoraði strax á 4. mínútu og Alex Alugas, sem lék með FH í fyrra en kom til FH í þessum mánuði, bætti við öðru marki á 54. mínútu.

Selfoss er með 23 stig á toppnum en Þróttur R. er með 22 stig og HK/Víkingur 21. Tvö síðarnefndu liðin eiga bæði leik til góða á Selfyssinga og útlit er fyrir harðan slag þessara liða um tvö sæti í úrvalsdeildinni. Keflavík er með 17 stig í fjórða sæti og gæti líka blandað sér í slaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert