Gagnkvæm virðing milli landsliðsmanna

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, sat fyrir svörum á The Global Leadership-ráðstefnunni í Háskólabíói í gærmorgun. Sagði hann liðsheildina vera langsterkasta vopn landsliðsins og færði fyrir því rök. 

Fram kemur hjá Heimi að hann ásamt Lars Lagerbäck og samstarfsmönnum þeirra hafi lagt mikið á sig til að skapa heilbrigt vinnuumhverfi í landsliðinu og það hafi tekist. Í því felist að enginn sé yfir annan hafinn hvort sem það sé í leikmannahópnum eða starfsliðinu í kringum liðið. Heimir segir mikilvægast í þeim efnum að virðing sé til staðar. Á meðan fólk sýni hvað öðru virðingu sé hægt að skapa góða liðsheild. Þjálfarar þurfi til dæmis ekki að vera vinir leikmanna heldur sé aðalatriðið að virðing sé fyrir hendi í báðar áttir. 

Augljóst er að Heimir er ekki bara að tala um yfirborðskennda hluti. Hann segir ótal fundi hafa farið fram þar sem rætt var um æskileg vinnubrögð. „Ef það er eitthvað sem Svíar elska þá er það að halda fundi. Ef Svíar elska eitthvað meira en að halda fundi þá eru það langir fundir. Fyrir mig Íslendinginn var þetta leiðinlegt til að byrja með,“ sagði Heimir meðal annars og gerði þar góðlátlegt grín að Lagerbäck vini sínum. En á fundunum var margt til umræðu, allt frá því hvernig landsliðsmennirnir myndu klæðast í landsliðsverkefnum og yfir í hvernig skyldi ræða við fjölmiðlamenn.

Heimir segir sterka liðsheild fela það í sér að landsliðsmennirnir standi saman og ekki skipti máli hver sé í sviðsljósinu. Að hans mati felast í þessu uppbyggileg skilaboð út í þjóðfélagið til dæmis til barna og unglinga. 

Við höfum greint það með því að skoða okkar leiki að við erum ekki bestir á öllum sviðum fótboltans. Við vinnum leiki út af liðsheildinni. Allt sem skaðar okkar liðsheild skaðar okkur meira en önnur lið. Við erum ekki með bestu einstaklingana. Í græðgismenningunni sem ríkir bæði í viðskiptum og íþróttum virðast flestir vera að hampa sjálfum sér. Allir eru að auglýsa sig. Því er ekki þannig farið hjá okkur. Öll fótboltalið leita að þessum eina manni sem er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið. Aron Einar Gunnarsson gerir allt fyrir landsliðið. Honum er sama þótt aðrir fái sviðsljósið. Hann er þá bara ánægður. Flest lið væru ánægð með einn svona leikmann en við erum með tuttugu og þrjá svona leikmenn. Erfitt er að brjóta slíka liðsheild niður. Allir landsliðsmennirnir eru til í að hrósa manninum við hliðina á sér. Ég hef lesið viðtöl við landsliðsmenn þar sem þeir eru jafnvel að hrósa mönnum sem slógu þá út úr liðinu,“ sagði Heimir. 

Heimir segir það sama ganga yfir alla leikmenn í landsliðshópnum. Sömu æfingarnar séu lagðar fyrir alla. Fyrir vikið hafi gengið vel hjá mönnum að koma inn í liðið þegar forföll hafa verið í landsliðinu.

Heimir hrósaði Eiði Smára.

Ég hefði skitið á mig.

Fékk fjögur sms eftir tapið gegn Finnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert