„Ég deili þessum pirringi með öðrum“

„Ég sat einhverja 70 skráða fundi vegna uppbyggingu nýs þjóðarleikvangs og þarfagreiningin í kringum þetta hefur verið gríðarleg,“ sagði Guðni Bergsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Guðni, sem er 58 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Vigni Má Þormóðssyni og Þorvaldi Örlygssyni.

Þurfum að taka samtalið áfram

Uppbygging nýs Þjóðarleikvangs hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin ár en Laugardalsvöllur er á undanþágu frá bæði FIFA og UEFA og hefur lítið sem ekkert gerst í málefnum Laugardalsvallar á undanförnum árum.

„Ég deili þessum pirringi með öðrum en þú þarft samt að halda áfram að taka samtalið,“ sagði Guðni.

„Stjórnmálamönnum verður áfram boðið á Laugardalsvöll og maður reynir þá frekar að taka samtalið, þar og þá, ef maður verður formaður,“ sagði Guðni meðal annars.

Viðtalið við Guðna í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert