Spá mbl.is: Annað sætið

Breiðablik fékk silfrið í bæði deild og bikar á síðasta …
Breiðablik fékk silfrið í bæði deild og bikar á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik hafn­ar í öðru sæti Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á kom­andi keppn­is­tíma­bili, sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Breiðablik fékk 193 stig þegar at­kvæði spá­mann­anna voru lögð sam­an en þar voru gef­in stig frá einu (fyr­ir 10. sætið) upp í tíu (fyr­ir fyrsta sætið). Blikakonur eru 42 stig­um fyr­ir ofan Stjörnuna sem hafnaði í þriðja sæt­inu í spánni.

Breiðablik hafnaði í öðru sæti deildarinnar 2023 og náði því af Stjörnunni með sigri á meisturum Vals í lokaumferðinni á meðan Stjarnan tapaði fyrir  Þrótti. Breiðablik fékk líka silfurverðlaun í bikarkeppninni eftir óvænt tap gegn Víkingi í úrslitaleiknum. Breiðablik hefur orðið Íslandsmeistari oftast allra kvennaliða, 18 sinnum, og vann titilinn síðast árið 2020. Félagið varð bikarmeistari í þrettánda skipti árið 2021. Kópavogsfélagið hefur aðeins einu sinni á síðustu tíu árum endað neðar en í öðru sæti.

Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá því í fyrra. Taylor Ziemer og Bergþóra Sól Ásmundsdóttir fóru áður en tímabilinu lauk, Hafrún Rakel Halldórsdóttir fór til Danmerkur. Linli Tu heim til Kína og bandaríski varnarmaðurinn Toni Pressley fór í Aftureldingu. Landsliðskonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er komin frá Þrótti og þær Barbára Sól Gísladóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Heiða Ragney Viðarsdóttir og Anna Nurmi hafa allar bæst við auk þess sem yngri leikmenn hafa snúið heim úr láni. 

Nik Chamberlain tók við þjálfun Breiðabliks í vetur en hann hefur þjálfað Þrótt í Reykjavík frá 2016.

Komn­ar:
Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir frá Þrótti R.
19.2. Jakobína Hjörv­ars­dótt­ir frá Þór/​KA
  8.2. Barbára Sól Gísla­dótt­ir frá Sel­fossi
  2.2. Anna Nur­mi frá Åland United (Finn­landi)
  1.2. Heiða Ragney Viðars­dótt­ir frá Stjörn­unni
  1.2. Mar­grét Lea Gísla­dótt­ir frá Kefla­vík (úr láni)
  1.2. Mika­ela Nótt Pét­urs­dótt­ir frá Kefla­vík (úr láni)

Farn­ar:
25.3. Toni Pressley í Aft­ur­eld­ingu
26.2. Sara Svan­hild­ur Jó­hanns­dótt­ir í Fram (lán)
22.2. Olga Ingi­björg Ein­ars­dótt­ir í HK (lán)
  3.2. Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir í Val
  1.2. Linli Tu í Kefla­vík (úr láni)
  1.2. Val­gerður Ósk Vals­dótt­ir í FH (úr láni)
30.1. Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir í Brönd­by (Dan­mörku)

Fyrstu leik­ir Breiðabliks:
22.4. Breiðablik - Keflavík
27.4. Tindastóll - Breiðablik
  3.5. Breiðablik - FH
  8.5. Breiðablik - Stjarnan
15.5. Fylkir - Breiðablik

Lokastaðan:
1 ??
2 Breiðablik 193
3 Stjarnan 151
4 Þróttur R. 140
5 Þór/KA 126
6 Vík­ing­ur R. 103
7 FH 103
8 Fylk­ir 47
9 Tinda­stóll 46
10 Kefla­vík 42

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert