England verður meira með boltann

Það verður líklega nóg að gera hjá Aroni Einari Gunnarssyni, …
Það verður líklega nóg að gera hjá Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í leiknum gegn Englandi í kvöld. AFP

Ef fram heldur sem horfir hvað varðar tölfræði yfir fjölda sendinga og hlutfall þess tíma sem Ísland og England hafa verið með boltann innan sinna raða mun íslenska liðið vera í eltingarleik við það enska um boltann þegar liðin mætast á Allianz-Riviera-leikvanginum í 16 liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í kvöld. 

Leikmenn enska liðsins sendu boltann 1.315 sinnum á milli sín í þremur leikjum liðsins í riðlakeppninni á meðan boltinn gekk 485 sinnum á milli leikmanna íslenska liðsins. Þá náði enska liðið 64 skotum á mark andstæðinganna, en Ísland átti 23 marktilraunir. Þessi tölfræði breytir því þó ekki að England skoraði þrjú mörk í riðlakeppninni, en Ísland einu marki fleira.  

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin