Veit ekki hversu langt við getum farið

Birkir Bjarnason fagnar marki Ragnar Sigurðssonar með markaskoraranum.
Birkir Bjarnason fagnar marki Ragnar Sigurðssonar með markaskoraranum. AFP

„Þetta er gersamlega frábært. Við höfum sýnt það áður að við getum unnið stórar þjóðir og við gerðum það í dag. Við náðum líka að spila fínan fótbolta sem er verulega jákvætt og unnum ekki með því að hanga í vörn,“ sagði Birkir Bjarnason í samtali við Símann Sport eftir frábæran 2:1 sigur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Nice í kvöld.  

„Það er mjög erfitt að brjóta okkur á bak aftur og þeir fengu fá færi í þessum leik. Við settum leikinn fullkomlega upp og lékum virkilega vel. Nú förum við að hugsa um leikinn við Frakka og það getur allt gerst í framhaldinu. Ég veit ekki hversu langt við getum komist, en við stefnum á sigur gegn Frökkum,“ sagði Birkir enn fremur. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin