Hollendingar renna hýru auga til Ara

Ari Freyr Skúlason er undir smásjá forráðamanna hollenska liðsins Groningen.
Ari Freyr Skúlason er undir smásjá forráðamanna hollenska liðsins Groningen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hollenska knattspyrnuliðið Groningen er sagt vera með Ara Frey Skúlason í sigtinu vegna vasklegrar framgöngu hans með íslenska landsliðinu í Evrópukeppninni í knattspyrnu í Frakklandi. 

Eftir því sem hollenska dagblaðið van het Noorden greinir frá hafa forráðamenn Groningen mætt á nokkra leiki íslenska landsliðsins á EM beinlínis til þess að fylgjast með íslenska bakverðinum. Fyrrgreint dagblað hefur eftir Magnúsi Agnari Magnússyni, umboðsmanni Ara Freys, að hann hafi ekkert um málið að segja á þessari stundu. 

Ari Freyr, sem er 29 ára gamall, á hálft ár eftir af samningi sínum við danska liði OB. Hann getur þar með samið við hvaða lið sem er um vistaskipti. OB getur ekki lagt stein í götu Ara Freys. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin