„Var klókt hjá Kolbeini“

Kolbeinn fagnar sigurmarkinu gegn Englendingum.
Kolbeinn fagnar sigurmarkinu gegn Englendingum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru við góða heilsu og klárir fyrir leikinn gegn Frökkum í átta liða úrslitunum á EM sem fram fer á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, á sunnudagskvöldið.

„Það eru bara allir ferskir og engin meiðsl í hópnum. Kolbeinn bað sjálfur um skiptingu í leiknum á móti Englendingum og það var klókt hjá honum að gera það,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar af þjálfurum íslenska landsliðsins, á fréttamannafundi í Annecy í Frakklandi í morgun.

Áhuginn á íslenska liðinu hefur aukist til mikilla muna og var salurinn á Novhotel þéttsetinn af fréttamönnum sem komu hvaðanæva úr heiminum.

Eftir því hefur að sjálfsögðu verið tekið að Ísland hefur teflt fram sama byrjunarliði í öllum fjórum leikjum sínum og engin meiðsl hafa látið á sér kræla í hópnum.

„Það er ekki hægt að lýsa því hversu mikið starf er unnið á bak við liðið. Þvílík vinnusemi. Við erum með miklu færra starfsfólk en önnur lið en það sem okkar fólk gerir er hreint út sagt ótrúlegt. Strákarnir kunna að meta það. Það segir okkur vel hversu vel er hugsað um þá að enginn hefur meiðst og það er mikilvægt á þessari stundu. Álagið á starfsfólkinu er mikið og það er ekki hægt að hrósa því of mikið,“ sagði Heimir.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin