Sextán sinnum verðmætari en Ísland

Franska landsliðið.
Franska landsliðið. AFP

Franska íþróttablaðið L'Equipe verðmetur hugsanleg byrjunarlið Frakka og Íslendinga en liðin eigast við í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, á sunnudagskvöldið.

Samkvæmt útreikningum L'Equipe er franska liðið 16 sinnum verðmætara en íslenska liðið. Byrjunarlið Frakka er metið á 345 milljónir evra sem jafngildir 47,5 milljörðum króna en íslenska liðið er metið á 22,5 milljónir evra sem jafngildir 3,1 milljarði króna.

Svipað verðmat hefur líklega verið þegar England og Ísland áttust við í 16-liða úrslitunum. Allir vita hvernig þeirri rimmu lauk þannig að ljóst má vera að peningar ráða ekki úrslitum leikja!

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin