„Eins og að kreista vatn úr steini“

Freyr Alexandersson var svekktur með úrslit mótsins.
Freyr Alexandersson var svekktur með úrslit mótsins.

„Fyrst og síðast bara vonbrigði,“ sagði Freyr Alexandersson eftir þriggja marka tap Íslands fyrir Austurríki í leik liðanna í kvöld. Þar með vann Austurríki C-riðilinn og komst í átta liða úrslit. Freyr var að vonum svekktur eftir leikinn þegar fréttamaður RÚV ræddi við hann eftir leikinn.

„Þetta klárast ekki í kvöld en þetta er erfiðasti leikurinn tilfinningalega séð. Þegar við fáum fyrsta markið á okkur var ég hræddur um að þetta myndi gerast, að við myndum fá mark á okkur fljótlega aftur, við vorum ekki með taugarnar vel stemmdar í dag. Við ætluðum okkur náttúrulega áfram og við sjáum ekki eftir því og við vorum inni í því allan tímann. Þetta var mjög erfiður leikur og við lærðum mikið. Leikurinn í dag var mjög undarlegur og erfiður.“

Austurríska liðið skoraði þrjú mörk gegn Íslandi og var betra allan leikinn.

„Það er mjög erfitt að spila við þær og við ekki í lagi í kollinum og náðum ekki að vinna okkur upp úr því. Þá verður leikurinn bara lélegur og þær eru með það gott lið að þær refsa bara og voru miklu betri.“

Ísland fer heim á morgun með 0 stig, 1 mark skorað og neðst í riðlinum.
Hvað er hægt að taka út úr mótinu? 

„Niðurstaðan er margþætt, við vorum mjög nálægt einhverju úr fyrstu tveimur leikjunum, það eru mjög góðar þjóðir og við sýnum að við getum verið nálægt þessum bestu þjóðum en við þurfum að hafa ofboðslega mikið fyrir öllu. Við erum stundum eins og við séum að reyna að kreista vatn úr steini. þetta er rosalega mikil vinna sem þarf að leggja á sig til að við fáum eitthvað út úr þessu á þessum vettvangi og við þurfum að leggjast yfir hvað er best fyrir okkur til að halda dampi og verða betri.“

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 2. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 2. MAÍ

Útsláttarkeppnin