Kári og félagar fögnuðu sigri

Kári Árnason var í vörn Rotherham að vanda.
Kári Árnason var í vörn Rotherham að vanda. Ljósmynd/themillers.co.uk

Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Rotherham þegar liðið vann Millwall á útivelli, 1:0, í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Rotherham er því með 6 stig eftir fyrstu fjóra leiki sína sem nýliði í deildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson lék sömuleiðis allan leikinn fyrir Charlton sem tókst að ná í stig gegn Huddersfield á útivelli með jöfnunarmarki í uppbótartíma. Lokastaðan þar 1:1.

Aron Einar Gunnarsson var svo í byrjunarliði Cardiff sem sótti Wolves heim. Aron þurfti að fara af velli á 75. mínútu eftir harkalega tæklingu en þá var staðan markalaus. Úlfarnir skoruðu svo sigurmark í uppbótartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert