Henry til West Ham

Doneil Henry (til vinstri) í leik með kanadíska landsliðinu.
Doneil Henry (til vinstri) í leik með kanadíska landsliðinu. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gengið frá kaupum á kanadíska landsliðsmanninum Doneil Henry frá kýpverska félaginu Apollon Limassol fyrir óuppgefna upphæð.

Henry, sem er 21 árs gamall, á að baki 14 landsleiki fyrir Kanada, og er miðvörður. Leikmaðurinn er tiltölulega óþekktur og Sam Allardyce knattspyrnustjóri West Ham útskýrði söguna á bak við kaupin á heimasíðu West Ham.

Ryan Nelsen, fyrrverandi fyrirliði Blackburn á þeim tíma sem Sam Allardyce var við völd hjá félaginu á að hafa mælt með kappanum við Allardyce. Nelsen er nú aðalþjálfari kandadíska félagsins Toronto FC sem leikur í bandarísku MLS deildinni.

Yfirlit yfir öll félagaskipti ensku úrvalsdeildarinnar má sjá hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert